22-09-05 09:00
Miðasala á Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík er hafin í Iðu við Lækjargötu frá kl. 11 – 18.Þar býðst kvikmyndaunnendum tækifæri til að tryggja sér hátíðarpassa sem gildir á allar sýningar hátíðarinnar á sérstöku tilboðsverði – aðeins 6000 krónur – þar til hátíðin hefst. Auk þess verður hægt að kaupa afsláttarkort á 3000 krónur en það gildir á sex sýningar að eigin vali. Áwww.midi.is er þegar hafin sala á þær sýningar sem leikstjórar eða aðrir aðstandendur mynda verða viðstaddir. Athugið að hver mynd er einungis sýnd tvisvar til þrisvar sinnum og því er um að gera að skipuleggja sig vel og vanda valið.
Bæklingur hátíðarinnar kom auk þess út með Morgunblaðinu í morgun en honum verður dreift víðsvegar um bæinn á næstu dögum. Dagskrá hátíðarinnar er einnig aðgengileg hér á vefnum með því að smella á ‘dagskrá’ hér til vinstri.