Bannað að vera fáviti og Hrikalegir á Hótel Marína

Á laugardaginn 8. okt. kl. 16:00 sýnum við íslensku myndirnar Bannað að vera fáviti og Hrikalegir á Hótel Marína. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Hrikalegir fjallar fjallar um kraftlyftingamenn sem stunda æfingar í Steve Gym í miðbæ Reykjavíkur. Þar ræður ríkjum Steve, sextugur kraftlyftingamaður.

Í Bannað að vera fáviti er sögð saga tónlistarhátíðarinnar Eistnaflugs og samband hátíðarinnar og íbúa Neskaupstaðar skoðað. Titill myndarinnar vísar í mottó skipuleggenda hátíðarinnar, Stefáns Magnússonar, sem að hefur ávalt brýnt fyrir gestum hátíðarinnar að haga sér vel á meðan að dvöl þeirra í bænum stendur.

Hér að neðan eru stiklur úr myndunum.