Benni Hemm Hemm!

04-10-06 15:02;
Benni Hemm Hemm leikur undir Fjalla-Eyvindi í Tjarnarbíói 4. og 5. október. Heyrst hefur frá æfingabúðuum hljómsveitarinnar að dramatíkin drjúpi af veggjunum og að í vændum sé stórfenglegur flutningur hljómsveitarinnar á glænýrri tónlist við þetta stórbrotna kvikmyndaverk.Leikrit Jóhanns Sigurjónssonar Fjalla-Eyvindur var frumsýnt í Kaupmannahöfn árið 1912 og naut strax mikilla vinsælda og var sett upp í framhaldi víða um Evrópu. Í Svíþjóð leikstýrði Victor Sjöström verkinu og fór með aðalhlutverkið. Fimm árum síðar vakti kvikmyndun hans á leikritinu gríðarlega athygli og er talin í dag til lykilverka kvikmyndasögunnar. Sjöström nýtti möguleika kvikmyndatækninnar til að fanga ægilega náttúru verksins og hlaut að launum mikið lof frá Jóhanni.

Nú rétt tæplega 90 árum síðar hefur tónlistarmaðurinn Benedikt H. Hermannsson samið tónlist við myndina sem hann mun frumflytja með hljómsveit sinni Benni Hemm Hemm á kvikmyndahátíðinni. Einungis verður um tvær sýningar/tvo tónleika að ræða. Ekki missa af þessu einstæða tækifæri.

Smelltu hér til að kaupa miða.