Black Swan, The Wrestler og Requiem for a Dream sýndar á RIFF

– Darren Aronofsky færð heiðursverðlaun RIFF fyrir framúrskarandi listfengi

Aronofsky er heiðursgestur RIFF í ár og verður viðstaddur hátíðina og stýrir meistaraspjalli þann 6. október kl 13.00 í Hátíðarsal Háskóla Íslands. Að auki verður verkum hans gerð góð skil á RIFF en myndirnar Black Swan, The Wrestler og Requiem for a Dream verða sýndar.

Aronofsky fæddist í Brooklyn í New York árið 1969. Hann lærði kvikmyndagerð í Harvard og vann til nokkurra verðlauna fyrir útskriftarmynd sína. Fyrsta kvikmynd hans í fullri lengd var ‘Pi’ frá árinu 1998. Í myndum sínum vinnur Aronofsky oft með sterk þemu eins og stjórnsemi, ofurstjórn á huga og líkama, andlega heilsu og geðveiki. Hann teflir fram persónum með gríðarlega þráhyggju sem leiðir þær í átt að sjálfstortímingu.

Kvikmyndir hans einkennast af listrænni kvikmyndatöku sem dýpkar persónusköpunina. Fyrstu tvær myndir Aronofskys ‘Pi’ og ‘Sálumessa draums’ for a dream einkennast af „hip-hop montage“ sem er röð myndramma, kyrrmynda eða mynda á hreyfingu sem spilast hratt með hljóðum undir sem auka á áhrifin, myndröðinni er ætlar að líkja eftir atburðum eins og eiturlyfjanotkun. Aronofsky skiptir gjarnan á milli ýktra nærmynda og mjög víðra ramma, og notar „time lapse“ kvikmyndatöku og fleiri sjónrænar tæknibrellur.

Aronofsky hefur gert sex kvikmyndir í fullri lengd og hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir þær. Flest verðlaun hlaut hann fyrir drama-tryllinn ‘Svarti svanurinn’ frá árinu 2010, en fyrir þá mynd hlaut hann tilnefningu til Óskars-, Golden Globe og Baftaverðlauna fyrir bestu leikstjórn.

BLACK SWAN / SVARTI SVANURINN
Darren Aronofsky USA 2010 / 108 min
‘Svarti svanurinn’ segir sögu Ninu, ballerínu í New York sem lifir fyrir ballettinn. Þegar listrænn stjórnandi dansflokksins ákveður að skipta út aðalballerínunni fyrir opnunarverk nýs leikárs, ‘Svanavatnið’ er Nina sú fyrsta sem kemur til greina. En nýji dansarinn Lily veitir henni harða samkeppni. ‘Svanavatnið’ þarf dansara sem getur bæði leikið hinn saklausa Hvíta svan og hinn munúðarfulla Svarta Svan. Nina er fullkomin í hlutverk Hvíta svansins en Lily er persónugervingur Svarta svansins. Þegar baráttan breytist yfir brenglaðan vinskap kemst Nina í snertingu við eigin skuggahliðar. Myndin vann til fjölda verðlauna og Natalie Portman fékk Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aðalhlutverki.

REQUIEM FOR A DREAM / SÁLUMESSA DRAUMS
Darren Aronofsky USA 2000 / 102 min
Fjórir manneskjur lenda í erfiðri eiturlyfjaneyslu sem festir þau í gildru ofskynjana og örvæntingar. Harry, kærastan hans og besti vinur hans eru öll heróínfíklar en mamma hans er háð amfetamíni til að grennast. Myndin hlaut fjölda verðlauna meðal annars sem mynd ársins á AFI árið 2001.

THE WRESTLER / BARDAGAKAPPINN
Darren Aronofsky USA/FRA 2008 / 109 min
Randy Robinson er útbrunninn glímukappi sem neyðist til að setjast í helgan stein eftir hjartaáfall. Hann vingast við miðaldra fatafelluna Cassidy. Cassidy hvetur Randy til að heimsækja Stephanie dóttur sína, sem hann yfirgaf þegar hún var barn. Lífið utan bardagahringsins er erfitt. Myndin var tilnefnd til tveggja Óskarsverðlauna.

RIFF hefst þann 29. september næstkomandi. Miðasala fer fram í Bíó Paradís, Bóksölu Stúdenta og á Riff.is.