Cronenberg og von Trotta hlutu heiðursverðlaun RIFF

Kanadíski kvikmyndleikstjórinn David Cronenberg og þýski kvikmyndaleikstjórinn Margarethe von Trotta eru heiðursgestir Alþjóðlegrar Kvikmyndahátíðar í Reykjavík í ár.

Á hátíðinni svöruðu þau bæði spurningum áhorfenda eftir sýningar á myndum þeirra, Cronenberg eftir myndirnar Crash (1996) og The Fly(1986) og svo var hann með meistaraspjall í hátíðarsal Háskóla Íslands sem Marteinn Þórsson leikstjóri stýrði.

Von Trotta svaraði spurningum áhorfenda eftir sýningu á myndum hennar Die Abhandene Welt(2015) og Rosenstrasse (2003) auk þess sem hún var með meistaraspjall í Norræna Húsinu sem Elísabet Ronaldsdóttir, kvikmyndaklippari, stjórnaði.

Þau hlutu svo bæði heiðursverðlaun RIFF fyrir æviframlag til kvikmynda sem Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson afhenti þeim á Bessastöðum í gær.

Ljósmyndir: Eggert Jóhannesson

EJ_riff_300915_12 EJ_riff_300915_11 EJ_riff_300915_10 EJ_riff_300915_09 EJ_riff_300915_08 EJ_riff_300915_07 EJ_riff_300915_06 EJ_riff_300915_05 EJ_riff_300915_04 EJ_riff_300915_03 EJ_riff_300915_02 EJ_riff_300915_01