RIFF um alla borg

Kvikmyndahátíðin RIFF breiðir úr sér yfir hátíðartímann og býður upp á ókeypis dagskrá víðsvegar í Reykjavík.

Erlendar stuttmyndir og einnar mínútu myndir eru sýndar víðsvegar, á hefðbundnum sem og hinum ótrúlegustu stöðum.

Sýning á einnar mínútu myndum er samstarfsverkefni RIFF og The One Minutes, sem eru hollensk samtök. The One Minutes hafa framleitt og dreift yfir þúsund einnar mínútu myndum eftir fólk af 120 þjóðernum frá árinu 1999. Kynntu þér The One Minutes hér. Samtökin gefa út seríur með einnar mínútu myndum í hverjum mánuði. Frá árinu 2002 hefur The One Minutes Jr. haldið námskeið í einnar mínútu myndagerð fyrir börn umhverfis heiminn í samvinnu við Unicef. RIFF leggur áherslu á að sýna einnar mínútu myndir ásamt því að halda námskeið, og árlega keppni, í gerð slíkra mynda.

Dagskrá hátíðarinnar 2016 verður tilkynnt í byrjun september. RIFF hefst þann 29. september næstkomandi.