Sérviðburðir

RIFF  leggur upp úr því að vera með fjölbreytta og skemmtilega viðburðadagskrá á hverri hátíð og vera með lifandi viðburði tengda kvikmyndum.

Viðburðirnir hafa verið með fjölbreyttu sniði og má þar nefna sundbíó, hellabíó, kvikmyndatónleika, kvikmyndauppistand, kvikmynda pub quiz, bíó á veitingastað og margt fleira.

Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, snýst um upplifun og þó það jafnist fátt á við hefðbundna bíóferð þá finnst okkur mikilvægt að hrista upp í dagskrá hátíðarinnar með fjölbreyttum sérviðburðum. Á meðal sérviðburða á RIFF 2016 eru bíósýningar á óhefðbundnum stöðum á borð við kaffihús, sundlaugar og elliheimili, málstofur, tónleikar og myndlistarsýningar.

LIST ÁN LANDAMÆRA / ART WITHOUT BORDERS
30. SEPTEMBER KL. 19:00-21:00
NORRÆNA HÚSIÐ / NORDIC HOUSE
ÓKEYPIS / FREE
List án landamæra í samvinnu við samtökin Nordic Outsider Art býður til málstofu og kvikmyndasýningar á verkum gerðum af og fyrir fólk með fötlun. Hópur jaðar- og fatlaðra listamanna frá Svíþjóð, Finnlandi, Danmörku og Íslandi unnu saman að kvikmynd undir áhrifum súrrealisma. Þessi mynd verður sýnd ásamt kvikmyndinni Guest Room eftir Joshua Tate, þar sem skyggnst er inn í líf ungrar konu með Downs-heilkenni (Lauren Potter út Glee). Hún þarf að horfast í augu við harkalegan raunveruleika eftir uppákomu með kærasta sínum. Í kjölfar sýningarinnar verður málstofa þar sem rætt verður um muninn milli kvikmynda sem eru gerðar af fötluðum og kvikmynda sem eru gerðar um fatlaða.

RICHARD MOSSE: THE ENCLAVE
30. SEPTEMBER KL. 20:00-22:00
LISTASAFN REYKJAVÍKUR – HAFNARHÚS
ÓKEYPIS / FREE
Kvikmynda- og hljóðinnsetning þessa írska listamanns hefur vakið verðskuldaða athygli síðan hún var frumflutt á Feneyjatvíæringnum árið 2013. Mosse, kvikmyndatökumaðurinn Trevor Tweeten og tónskáldið Ben Frost dvöldu meðal vopnaðra uppreisnarmanna í Kongó og söfnuðu efni í 40 mínútna verk sem lætur engan ósnortinn. Listamaðurinn og þátttakendur í verkefninu sitja fyrir svörum kl. 21 á opnuninni. Safnið er opið 10-17 alla daga, til 22 á fimmtudagskvöldum.

PÓLLAND: TÓNLEIKAR OG PARTÍ! POLAND IN FOCUS: CONCERT & PARTY
30. SEPTEMBER KL. 21:00
HLEMMUR SQUARE
ÓKEYPIS / FREE
Pólski fiðluleikarinn Stefan Wesołowski kemur fram ásamt hörpuleikara og síðar tekur plötusnúðurinn Cpt. Sparky við stuðinu, pólskir gestir hátíðarinnar úr kvikmyndaheiminum ræða við gesti og skálað verður í fríum Tyskie bjór og öðrum pólskum kræsingum í boði Hlemmur Square.

EINNAR MÍNÚTU MYNDIR
1. & 4. OKTÓBER BÍÓ PARADÍS
ÓKEYPIS / FREE

1. október kl. 14:00: NO HUMANS – NO ANIMALS – NO SOUND
YES SCREAMING NO
WE DO THE VOODOO
COMMUNICATION WITH THE NON-HUMAN

4. október kl. 13:45: WORLD AT A CROSSROADS

RIFF er í samstarfi við hollensku samtökin The One Minutes. The One Minutes hefur verið vettvangur fyrir rúmlega tíu þúsund myndir frá fólki af 120 þjóðernum frá stofnun samtakanna árið 1998. The One Minutes gefa út seríu með einnar mínútu myndum í hverjum mánuði og eru ólíkir listamenn valdir til að velja í hverja seríu.

KRISTINA PETROSIUTE: DECOMPOSITION
1. OKTÓBER KL. 18:00
RAMSKRAM,NJÁLSGATA 49
ÓKEYPIS / FREE
Í heimsókn sinni í EYE kvikmyndastofnunina í Amsterdam fékk ljósmyndarinn Kristina Petrosiute tækifæri til að ljósmynda rotnandi kvikmyndafilmur á hjólum. Myndir hennar skrá samstarf milli listsköpunar manneskjunnar og óhjákvæmilegrar yfirhandar náttúrunnar. Opið fim.-fös. kl.16:00- 19:00, lau.-sun. kl. 13:00-19:00.

SUNDBÍÓ / SWIM-IN CINEMA FRANKENSTEIN
1. OKTÓBER KL. 20:00 & 22:00
SUNDHÖLLIN
2.000 KR.
Sundhöllin umbreytist í kastala hins ofvitra en þráhyggjufulla Dr. Henry Frankenstein, hvers takmark er að reisa hina dauðu til lífs á ný. Hann nær að kveikja líf í veru sem er búin til úr brotum af líkum, en þarf um leið að taka ábyrgð á þessu sköpunarverki sínu sem hann getur ekki stjórnað.
Óhætt er að lofa dimmu og drungalegu andrúmslofti í gömlu Sundhöllinni, sem tekin var í notkun aðeins sex árum eftir að kvikmyndin Frankenstein kom út. Furðuleg hljóð munu heyrast í sturtunum, óvæntir gestir að handan svamla í lauginni og aldrei að vita nema sjálfur doktorinn verði þar á vappi.
Hleypt inn kl. 20:00 og aftur kl. 22:00, myndin byrjar 30 mínútum síðar.

LIBIA CASTRO & ÓLAFUR ÓLAFSSON: ILLUSION WOMAN – STUDY #1 & WORLD AT A CROSSROADS
2. OKTÓBER KL.16:00-17:30
LISTASAFN ÍSLANDS – VASULKA STOFA
ÓKEYPIS / FREE
Libia Castro og Ólafur Ólafsson frumsýna nýtt myndbandsverk, Illusion Woman – Study #1 í Listasafni Íslands. Ræða Illusion Woman, skrifuð af breska heimspekingnum, aktívistanum og femínistanum Ninu Power ásamt Libiu og Ólafi, er yfirlýsing um efnahagsástandið og pólitískt andrúmsloft í Evrópu og víðar eftir hrunið 2008, og spáir fyrir um tvenns konar framtíðarhorfur. Einnig verður serían ‘World at a Crossroads’, sem inniheldur einnar mínútu langar kvikmyndir, frumsýnd. Listamennirnir hafa séð um listræna stjórn í vali inn í seríuna í samstarfi við RIFF og The One Minutes Institute í Hollandi. Haldnar verða umræður um verk listamanna á opnuninni ásamt drykk í boði Listasafns Íslands. Illusion Woman – Study #1 og World at a Crossroads verða sýndar ókeypis í Listasafni Íslands á opnunartíma.

SÚPA OG STUTTMYNDIR / SOUPS AND SHORTS
3. & 4. OKTÓBER KL.12:00–13:00
LOFT HOSTEL ÓKEYPIS / FREE
Njóttu kvikmyndalistar í hádeginu! Boðið er uppá sýningar á stuttmyndum á Loft Hostel. Handhafar RIFF-passa fá ljúffenga súpu og brauð á aðeins 1.000 kr

ÍSLENSKAR STUTTMYNDIR Á GRUND / ICELANDIC SHORTS AT GRUND
3. OKTÓBER KL. 14:00
DVALAR- OG HJÚKRUNARHEIMILIÐ GRUND
ÓKEYPIS / FREE
Tvær nýjar íslenskar stuttmyndir verða sýndar á dvalar – og hjúkrunarheimilinu Grund, heimildarmyndin Heiti Potturinn eftir Hörpu Fönn Sigurjónsdóttir og Litla stund hjá Hansa eftir Eyþór Jóvinsson. Harpa Fönn og Eyþór kynna myndir sínar og svara spurningum að lokinni sýningu.

TÓNLEIKAR Í HEITA POTTINUM / HOT TUB CONCERT
3. OKTÓBER KL. 18.00–18.30
VESTURBÆJARLAUG
ÓKEYPIS / FREE
Tónleikar með tónlistar- og heimildarmyndagerðarkonunni Hörpu Fönn. Harpa er leikstjóri stuttheimildamyndarinnar Heiti Potturinn, en myndin færir áhorfandann inn í heim heita pottsins og sýnir þann griðastað sem potturinn er mörgum. Myndskreytingar og tónlist spila stórt hlutverk í Heita pottinum, og mun Harpa flytja efni úr sólóverkefni sínu á ukulele og konsertínu, á lágstemdan og náinn hátt sem lætur engan ósnortinn.

KVIKMYNDATÓNLEIKAR / FILM CONCERT FANTASÍA MEÐ SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS
5. OKTÓBER KL. 19:30 6. OKTÓBER KL. 19:30 7. OKTÓBER KL. 17:00
HARPA – ELDBORG
2.500 – 4.500 KR. 20% AFSLÁTTUR MEÐ HÁTÍÐARPASSA / 20% OFF WITH FESTIVAL PASS
Fáar teiknimyndir hafa vakið jafn almenna aðdáun og Fantasía Disneys. Myndin markaði tímamót þegar hún kom fyrst út árið 1940 þar sem sígildri tónlist og teiknimyndum var blandað saman á eftirminnilegan hátt. Nú gefst aðdáendum klassískra teiknimynda tækifæri til að koma á glæsilega bíótónleika í hæsta gæðaflokki með Sinfóníuhljómsveit Íslands þar sem tónlist við upprunagerð Fantasíu og Fantasíu 2000 er leikin með heillandi myndefni. Hljómsveitarstjóri kvikmyndatónleikanna er bandaríski Broadway-jöfurinn Ted Sperling sem hefur starfað í heimi söngleikjanna með afburðaárangri í yfir þrjátíu ár.

RIFF AROUND TOWN ALLA DAGA HÁTIÐARINNAR
ÓKEYPIS / FREE
Einnar mínútu kvikmyndir verða sýndar víðsvegar um Reykjavík meðan á RIFF stendur. RIFF around town er haldin í samstarfi við The One Minutes Institute í Hollandi. Meira um myndirnar á bls. 86. One minute long films will be screened at various places around Reykjavík while RIFF is ongoing. RIFF around town is in collaboration with The One Minutes Institute in The Netherlands.More about the series on page 86. Sýningarstaðir: Hvalaskoðunarbáturinn / Whale watching boat Elding Fjölbrautaskólinn við Ármúla Menntaskólinn við Hamrahlíð Geysir Center Hlemmur Square Stúdentakjallarinn Kiosk Borgarbókasafnið / City Library at Grófin Ljósmyndagalleríið / Photography gallery

SÉRSÝNING Í SAMSTARFI VIÐ BARNAVERNDARSTOFU / SCREENING IN COLLABORATION WITH THE GOV. AGENCY OF CHILD PROTECTION AÐ DREPA KELPIE / TO KILL A KELPIE
7. OKTÓBER KL. 18:00
Q&A BÍÓ PARADÍS
ÓKEYPIS / FREE
Barnaverndarstofa heldur hið árlega Barnaverndarþing þar sem fjallað verður um hinar ýmsu hliðar heimilisofbeldis með bæði erlendum og innlendum sérfræðingum. Í samstarfi við þau sýnum við myndina ‘Að drepa Kelpie’ sem er byggð á leikriti eftir Matthew McVarish. Leikritið fjallar um reynslu hans af kynferðisofbeldi sem barn. Matthew verður á svæðinu og spjallar við áhorfendur að lokinni sýningu, en hann hefur gengið 10.000 mílur í Evrópu til að vekja athygli á baráttu sinni gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum.

SÓFA SPJALL / COFFEE TIME WITH FILMMAKERS TILKYNNT SÍÐAR / TBA BÍÓ PARADÍS
ÓKEYPIS  / FREE
Á RIFF í ár koma ólíkir kvikmyndargerðarmenn og konur saman og deila persónlegri reynslu sinni af kvikmyndum yfir kaffibolla, allt frá verstu bransasögum sínum til áhrifamestu bíóupplifunarinnar í æsku. Spjallið er öllum opið. Fylgist með stað og stund á riff.is

ÍSLENSKAR KVIKMYNDIR / ICELANDIC FILMS
1.–5 & 8.–9. OKTÓBER KL. 12:00–18:00
ICELANDAIR HOTEL REYKJAVÍK MARINA
ÓKEYPIS / FREE
Íslenskar kvikmyndir eru heiðraðar í tilefni af velgengni íslenskra kvikmynda á liðnu ári. Árið 2015 unnu þær yfir 100 alþjóðleg verðlaun. Eftirfarandi kvikmyndir verða sýndar í Slippbíó á Hótel Marina dagana 1.- 5. og 8.–9. október kl 12:00-18:00. Nánari upplýsingar um tímasetningar birtast á riff.is. Brim, Svartur á leik, Gauragangur, Eldfjall, Draumalandið, Screaming Masterpiece, Órói, Reykjavík Whale Watching Massacre, Astrópía, Strákarnir okkar, Maður eins og ég, Frost, Íslenski draumurinn, Vonarstræti, Brúðguminn, Djúpið, Rokland, XL, Sterkt kaffi.