Kvikmyndatónleikar

Árlega heldur RIFF hina sívinsælu kvikmyndatónleika.

KVIKMYNDATÓNLEIKAR / FILM CONCERT FANTASÍA MEÐ SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS
6. OKTÓBER KL. 19:30 7. OKTÓBER KL. 19:30 8. OKTÓBER KL. 17:00
HARPA – ELDBORG
2.500 – 4.500 KR. 20% AFSLÁTTUR MEÐ HÁTÍÐARPASSA / 20% OFF WITH FESTIVAL PASS
Fáar teiknimyndir hafa vakið jafn almenna aðdáun og Fantasía Disneys. Myndin markaði tímamót þegar hún kom fyrst út árið 1940 þar sem sígildri tónlist og teiknimyndum var blandað saman á eftirminnilegan hátt. Nú gefst aðdáendum klassískra teiknimynda tækifæri til að koma á glæsilega bíótónleika í hæsta gæðaflokki með Sinfóníuhljómsveit Íslands þar sem tónlist við upprunagerð Fantasíu og Fantasíu 2000 er leikin með heillandi myndefni. Hljómsveitarstjóri kvikmyndatónleikanna er bandaríski Broadway-jöfurinn Ted Sperling sem hefur starfað í heimi söngleikjanna með afburðaárangri í yfir þrjátíu ár.

2014, spiluðu Sólstafir undir kvikmyndina Hrafninn flýgur eftir Hrafn Gunnlaugsson.

2013, spiluðu Hjaltalín undir myndina Days of Gray eftir Ani Simon-Kennedy

2012, spiluðu Damo Zuzuki tónlist undir kvikmynd Fritz Land, Metropolis frá 1927.