Sundbíó

Árlegt sundbíó RIFF fer fram í hitaðri innilaug og hefur sundbíóið fest sig í sessi sem einn af vinsælustu viðburðum RIFF enda hentar hann öllum aldurshópum.

Poster_-_Frankenstein_02

SUNDBÍÓ / SWIM-IN CINEMA FRANKENSTEIN
1. OKTÓBER KL. 20:00 & 22:00
SUNDHÖLLIN 2.000 KR.
Sundhöllin umbreytist í kastala hins ofvitra en þráhyggjufulla Dr. Henry Frankenstein, hvers takmark er að reisa hina dauðu til lífs á ný. Hann nær að kveikja líf í veru sem er búin til úr brotum af líkum, en þarf um leið að taka ábyrgð á þessu sköpunarverki sínu sem hann getur ekki stjórnað. Óhætt er að lofa dimmu og drungalegu andrúmslofti í gömlu Sundhöllinni, sem tekin var í notkun aðeins sex árum eftir að kvikmyndin Frankenstein kom út. Furðuleg hljóð munu heyrast í sturtunum, óvæntir gestir að handan svamla í lauginni og aldrei að vita nema sjálfur doktorinn verði þar á vappi. Hleypt inn kl. 20:00 og aftur kl. 22:00, myndin byrjar 30 mínútum síðar

Hér má sjá nokkrar myndir frá ólíkum sundbíóum RIFF