Umræður

Meistaraspjöll, pallborðsumræður og spurt og svarað-viðburðir eru mikilvægur hluti af dagskrá RIFF.

Pallborðsumræður RIFF taka fyrir alþjóðleg málefni er varða stríð, mannréttindi, loftslagsbreytingar og lengi mætti telja.

Meistaraspjöll eru einstakt tækifæri fyrir hátíðargesti til þess að kynnast ævi og listrænni sýn kvikmyndagerðarmanna sem eru í hópi þeirra fremstu eða eftirtektarverðustu á heimsvísu.

Á spurt og svarað-viðburðum fá sýningargestir að spyrja kvikmyndaleikstjóra spjörunum úr um kvikmynd sína að lokinni sýningu á verki leikstjórans.

Á RIFF 2016 verða eftirfarandi umræður og meistaraspjöll:

BRONTIS JODOROWSKY 1. OKTÓBER KL. 17:00-18:30. NORRÆNA HÚSIÐ
Brontis Jodorowsky spjallar við gesti um kvikmyndagerð föður síns Alejandro Jodorowskys.

DEEPA MEHTA 3. OKTÓBER KL. 13:00-14:30 NORRÆNA HÚSIÐ
Deepa Mehta spjallar við gesti um feril sinn og hugsjónir í kvikmyndagerð.

DARREN ARONOFSKY 6. OKTÓBER KL. 13:00-14:00 HÁTÍÐARSALUR HÍ
Á meistaraspjallinu ræðir Darren Aronofsky um verk sín og verðmætasköpun á náttúru í gegnum listir og kvikmyndaframleiðslu.

Meistaraspjöllin eru ókeypis og opin öllum meðan pláss leyfir. 

MÁLÞING UM FRIÐ 7. OKTÓBER KL.13:00-17:00 HÁTÍÐARSALUR HÍ ÓKEYPIS
Höfði. Friðarsetur Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands opnar með málþingi 7. október kl. 13:00. Á málþinginu verða meðal annars pallborðsumræður í samstarfi við RIFF um hvort og hvernig kvikmyndir geti stuðlað að friði. Pallborðsþátttakendur eru Darren Aronofsky, leikstjóri, Kristín Ólafsdóttir, framleiðandi, Hrund Gunnsteinsdóttir, leikstjóri og Obaidah Zytoon leikstjóri The War Show.

MÁLÞING. PÓLSKAR KVIKMYNDIR, TÆKIFÆRI OG HINDRANIR 30. SEPTEMBER KL.15:00 NORRÆNA HÚSIÐ  ÓKEYPIS
Hver er framtíð pólskra kvikmynda? Hlustið á fulltrúa úr kvikmyndaiðnaðinum ræða hvernig pólsk kvikmyndagerð hefur verið styrkt í gegnum tíðina og hvort það muni breytast í nýju pólítísku landsslagi.