Dagskrárlok!

09-10-06 13:50;
Í gær voru veitt verðlaun fyrir bestu heimagerðu heimildarmyndina. Nærri tuttugu myndir bárust í samkeppnina, og fimm þeirra voru valdar til sýninga á Thorvaldsen Bar í gærdag.Myndirnar sem voru sýndar voru:
Ég er allt sem er e. Benedikt Jóhannsson.
Flugdreki e. Kristin Pétursson.
Fjölskyldan mín e. Gerði Leifsdóttur.
Snorri og Þorri e. Sigrúnu Völu Þorgrímsdóttur.
Bíódagur e. Kristin Pétursson.

Dómnefnd skipuð Ilmi Kristjánsdóttur, Árna Óla Ásgeirssyni og Bjarka Guðjónssyni útnefndi Snorra og Þorra bestu myndina, en vildi einnig heiðra sérstaklega myndina Flugdreki. Sigrún Vala Þorgrímsdóttir, leikstjóri sigurmyndarinnar, vann MacBook fartölvu frá Apple.

Hátíðinni lauk síðan endanlega með sýningu á myndinni Bandaríkin gegn John Lennon, en Yoko Ono kynnti myndina.

Alls komu um 15.000 manns á Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík í ár, sem verður að teljast frábær árangur. Aðstandendur hátíðarinnar vilja þakka öllum sem lögðu leið sína í bíó, en einnig bakhjörlum hátíðarinnar: Landsbankanum, Baugi og Icelandair.

Fjórða Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík fer fram 27. september til 7. október 2007. Sjáumst þá!