Evrópufrumsýning og fleira!

01-10-05 09:00
Í kvöld frumsýnum við þrjár myndir, og þar af er ein sýnd í fyrsta sinn í Evrópu.Rússneska kvikmyndin Geimdraumar (Dreaming of Space / Kosmos kak predchuvstvie) verður sýnd í Regnboganum kl. 20:00 að viðstöddum handritshöfundinum Alexander Mindadze.

Framlag Norðmanna til Óskarsins, Vetrarkoss (Vinterkyss), verður tekið til sýninga í Háskólabíói kl. 20:00 að viðstöddum aðalleikaranum Kristoffer Joner.

Að lokum Evrópufrumsýnum við ungversku kvikmyndina Postulínsbrúðan (A Porcelanbaba) í Regnboganum kl. 22:00. Leikstjórinn Péter Gárdos mun svara spuringum.

Einnig viljum við benda á að í bæklingi hátíðarinnar kemur fram að sýning á Endalokum herrabandalagsins hefjist kl. 00:45 í Tjarnarbíói. Hið rétta er að sýningin hefst kl. 23:00.