Fjölbreyttar heimildamyndir á RIFF 2016

Neðanjarðarteknó í Tehran og klappstýrur í Finnlandi
umfjöllunarefni heimildamynda á RIFF eru fjölbreytt í ár

Pödduát sem lausn á fæðuvanda heimsins, sorgir og sigrar meðlima klappstýruliðs í Finnlandi, átökin á Krímskaga, hreyfingartungumálið Gaga, bandaríska Vísindakirkjan, neðanjarðarteknósenan í Tehran, kynlífsleikhús í Norrköping, Tiny; eitt þekktasta viðfangsefni ljósmyndarans Mary Ellen Mark, danshópur eldri borgara í Armeníu og ofbeldi í skólum eru meðal umfjöllunarefna í heimildamyndum á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík í ár. Um Norðurlandafrumsýningu er að ræða á mörgum myndanna og ein þeirra, þýska myndin Tankstellen des Glücks eða Lúxus bensín þar sem fjallað er um fegurstu bensínstöðvar Evrópu, er Evrópufrumsýnd á hátíðinni.

Heimildamyndir hafa notið vaxandi vinsælda bæði hérlendis og á heimsvísu undanfarin ár og eru nú einn stærsti og vinsælasti flokkurinn á kvikmyndahátíðinni RIFF.

Myndirnar í heimildamyndaflokki RIFF í ár eru:

Brothers  / Bræður / Brødre (NOR) – Aslaug Holm
Bugs / Pöddur (DEN) – Andreas Johnsen
Cheer Up / Uppklapp
(FIN) – Christy Garland
Diving Into the Unknown / Kafað í óvissuna
(FIN) – Juan Reina
My Scientology Movie / Myndin mín um Vísindakirkjuna GBR / USA) – John Dower
One, Two, Three / Einn, tveir, þrír (ARM) – Arman Yeritsyan
Raving Iran / Reif í Íran (SUI) –  Susanne Regina Meures
The Sex Temple / Kynlífshofið / Sextemplet (FIN/SWE) –  Johan Palmgren
The Promise / Loforðið / Das Vesprechen (GER/USA) – Marcus Vetter
Tiny: The Life of Erin Blackwell / Tiny: Líf Erin Blackwell (USA) – Martin Bell
Walls / Múrar / Muros (ESP) – Pablo Iraburu, Migueltxo Molina
White Rage / Hatur / Valkoinen raivo (FIN) – Arto Halonen
DIY Country (FRA/GBR) – Antony Butts
Gasoline Deluxe (GER) – Jeremy Fekete, Marco Wilms, Tuan Lam
Mr. Gaga (ISR/GER/SWE/NLD) – Tomer Heymann
Bobby Sands: 66 Days (IRL/GBR) – Brendan Byrne

RIFF hefst þann 29. september næstkomandi. Passa á hátíðina má nálgast hér.