Frábær aðsókn á viðburði RIFF

RIFF fer af stað af miklum krafti.  Mjög vel selst á viðburðina, t.d. var uppselt á matarveisluna á Hótel Borg, þar sem heimildarmyndin Foodies var sýnd og gestir fengu margréttaðan sælkeramatseðil í anda myndarinnar.

Færri komust í Sundbíó í Sundhöllinni en vildu, þar sem hryllingsmyndin Suspiria eftir Dario Argento var sýnd.  Andrúmsloftið í Sundhöllinni var rafmagnað og dansarar voru með uppákomu í anda myndarinnar.

IMG_5304

Í dag, sunnudag er barna- og fjölskyldusundbíó í Sundlaug Kópavogs þar sem Múmínálfamyndin verður sýnd.  Það seldist upp á þennan viðburð á skömmum tíma því var bætt við annarri sýningu sem seldist einnig fljótt upp á.

Það hefur einnig verið vel selt á almennu bíósýningarnar á RIFF, enda gríðarlegt úrval af áhugaverðum myndum í boði.  Uppselt var t.d. á Tale of Tales, Embrace of the Serpant, Barash og Speed Sisters.  Flestar myndir eru sýndar oftar en einu sinni, því er enn tækifæri að bera þær augum.

IMG_5300IMG_5305