Fresturinn að renna út!

13-09-06 13:25
Frestur til þess að skila inn mynd í samkeppnina um bestu heimagerðu heimildarmyndina rennur út nú á föstudag. Í verðlaun fyrir bestu myndina er MacBook fartölva.* Umfjöllunarefni eða yfirskrift myndarinnar skal vera „fjölskyldan mín.“ Fólki er í sjálfsvald sett hvernig efnistökum er háttað.
* Myndin skal ekki vera lengri en tíu mínútur.
* Myndin skal klippt með iMovie hugbúnaðinum frá Apple. Hafi fólk ekki aðgang að hugbúnaðinum býðst því aðstaða til eftirvinnslu hjá Apple IMC á Íslandi.
* Myndum skal skilað á DVD-diski fyrir 15. september nk.

Dómefnd skipuð Ilmi Kristjánsdóttur leikkonu (Stelpurnar), Árna Ólafi Ásgeirssyni leikstjóra (Blóðbönd) og Bjarka Guðjónssyni, fulltrúa Apple IMC, mun velja bestu myndirnar. Þær verða síðan sýndar á fjölskyldudegi kvikmyndahátíðarinnar, 8. október. Ein myndanna hlýtur verðlaun sem besta heimagerða heimildarmyndin.

Myndunum skal skilað í lokuðu umslagi til:

Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík
„Fjölskyldudagur“
Kirkjutorgi 4
101 Reykjavík