Fyrri hátíðir

Dómnefndir 2015:

Uppgötvun ársins: Gullni lundinn

Myndirnar tólf í keppnisflokknum Vitranir eru allar fyrsta eða annað verk leikstjóra. Ein verður útnefnd Uppgötvun ársins og hlýtur að launum aðalverðlaun RIFF, Gullna Lundann.

Dómnefnd:

Dagmar Forelle Forstöðumaður fjáröflunarsviðs kvikmyndahátíðarinnar í Berlín frá árinu 2000. Hún hefur haft mikil áhrif á samstarf hátíðarinnar við atvinnulífið

Frederic Boyer Eftir að hafa verið í valnefnd Director’s Fortnight flokksins í Cannes frá árinu 2003 tók hann við sem dagskrárstjóri þar árin 2010 og ‘11. Listrænn stjórnandi evrópsku kvikmh. í Les Arcs frá 2009 og Tribeca hátíðarinnar í New York frá 2012.

Paola Corvino Stofnaði sjálfstæða dreifingaraðilann Intramovies fyrir fjörutíu árum. Corvino hefur verið forseti Bandalags ítalskra kvikmyndaútflytjenda frá 2004.

Agnes Johansen Starfaði 15 ár í sjónvarpi áður en hún gerðist framleiðandi hjá Sögn/Blue Eyes, síðar RVK Studios. Meðal helstu verka hennar eru ‘Stormviðri’ (03), ‘Dís’ (04), ‘Mýrin’ (06), ‘Brúðguminn’ (08), ‘Djúpið’ (12) og ‘Fúsi’ (15).

 

Umhverfisverðlaun

Umhverfisverðlaun RIFF eru veitt í sjötta sinn. Þau hlýtur ein mynd úr flokknum Önnur framtíð. RIFF’s

Dómnefnd:

Gísli Marteinn Baldursson Fyrrverandi borgarfulltrúi og dagskrárgerðarmaður hjá RÚV.

Rakel Garðasdóttir Verkefnastjóri hjá leikhópnum Vesturporti og meðhöfundur bókarinnar ‘Vakandi veröld.’

Hlín Jóhannesdóttir Framleiðandi

 

Besta íslenska stuttmyndin

Aðstandendur bestu íslensku stuttmyndarinnar hljóta viðurkenningu í minningu Thors Vilhjálmssonar.

Dómnefnd:

Guðrún Helga Jónasdóttir Starfar í innkaupadeild RÚV

Reynir Lyngdal Kvikmyndagerðarmaður

Valdís Óskars Klippari og Leikstjóri

 

Fipresci verðlaunin

FIPRESCI eru alþjóðleg samtök kvikmyndagagnrýnenda sem starfa í yfir
fimmtíu löndum og veita verðlaun á fjölda kvikmyndahátíða um allan heim.

Dómnefnd

José Teodoro Kanadískur kvikmynda- og bókmenntagagnrýnandi sem skrifar fyrir Cinema Scope, Film Comment o.fl.

Kira Taszman Þýskur kvikmyndagagnrýnandi sem skrifar fyrir Neues Deutschland, Nürnberger Zeitung, Die Welt o.fl. blöð.

Madelyn Most Kvikmyndagerðarmaður og fréttamaður sem býr í Bretlandi og Frakklandi, hvaðan hún fjallar um kvikmyndaiðnaðinn og -hátíðir.

 

Gullna eggið

Veitt einum þátttakanda í kvikmyndasmiðjunni Talent lab

Dómnefnd:

Þórunn Erna Clausen Leikkona

Jón Páll Eyjólfsson Leikhússtjóri

María Reyndal Handritshöfundur