Fyrstu 40 myndirnar á RIFF kynntar!

Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík verður sett þann 24. september næstkomandi og nú þegar akkúrat 4 vikur eru til hátíðar eru kynntar 40 myndir sem verða á dagskrá þá 11 daga sem hátíðin stendur.

Myndirnar sem nú eru kynntar eru annars vegar heimildarmyndir og myndir í keppnisflokkunum Open Seas þar sem sérstaklega eru valdar myndir sem vakið hafa athygli á kvikmyndahátíðum undanfarin misseri og flokknum A Different Tomorrow sem inniheldur myndir sem taldar eru geta bætt heiminn í kringum okkur.

Það kennir ýmissa grasa í listanum að neðan, allt frá heimildarmyndum um Hollywoodstjörnur sem fallnar eru frá, um stjórnarskrárbreytingar í Zimbabwe og þá mynd um líf og störf sælkera og matargagnrýnanda.

Frekari upplýsingar um myndirnar er að finna hér.

Miðasala er hafin.