Góðir gestir kl. 17:30

01-10-06 12:30
Sérstök athygli er vakin á frumsýningu nýrrar íslenskrar stuttmyndar, Góðir gestir, í Iðnó kl. 17:30 í dag. Þar segir af ungri listakonu, Katrínu, sem er við nám í New York en kemur heim til Íslands til þess að vera viðstödd afmæli afa síns. Í afmælisveislunni dregur heldur betur til tíðinda þar sem röð óvæntra atburða eiga sér stað. Myndin er raunsönn lýsing á því hvernig það er að koma heim eftir langa fjarveru og þurfa að réttlæta fyrir þröngsýnum vinum og vandamönnum stefnuna sem maður hefur ákveðið að taka í lífinu. Ísold Uggadóttir nam gagnvirk fjarskipti við New York University og hefur starfað hjá framleiðslufyrirtækinu Partisan Pictures. Góðir gestir er fyrsta myndin sem hún leikstýrir.