Icelandair flýgur frá N-Ameríku

06-07-06 10:46
Icelandair Holidays eru með frábær tilboð handa áhugasömum hátíðargestum frá Norður-Ameríku. Boðið er upp á gistingu, flug, hátíðarpassa, auk ferða í Bláa lónið og að Gullfossi og Geysi. Það er lagt í hann 27. september og flogið aftur heim 2. október – eða seinna ef áhugi er fyrir hendi. Flogið er frá Baltimore, Boston, New York, San Francisco og Orlando. Smelltu hér til að kynna þér þetta frábæra tilboð betur.