Innsendingu mynda 2016 lokið

Lokað hefur verið fyrir innsendingu mynda haustið 2016. Við viljum þakka öllum þeim sem sendu okkur myndir kærlega fyrir. Við fengum sendan fjölda mynda alls staðar að úr heiminum og erum nú að vinna í að horfa á þær og setja saman dagskránna fyrir næstu hátíð. Fyrstu 20 myndirnar hafa nú þegar verið staðfestar og aðrar myndir verða staðfestar á allra næstu dögum. Við hlökkum til að sjá ykkur í haust.