Íslenskar stuttmyndir á Menningarnótt

RIFF sýnir íslenskar stuttmyndir í Silfurbergi í Hörpu á Menningarnótt. Við bjóðum alla velkomna að upplifa töfra íslenskra stuttmynda og er aðgangur ókeypis.

Dagskrá með völdum íslenskum stuttmyndum sem voru frumsýndar á RIFF 2014 verður sýnd tvisvar, kl. 13 og kl. 15:30, í Hörpu á Menningarnótt laugardaginn 22. ágúst. Nánar tiltekið í Silfurbergi.

Um er að ræða dagskrá sem samanstendur af myndunum:

Ártún (leikstjóri Guðmundur Arnar Guðmundsson)

Sjö bátar (leikstjóri Hlynur Pálmason)

Stolt Srathmoor (leikstjóri Einar Baldvin)

Undir rós (leikstjóri Þóra Hilmarsdóttir)

Hjónabandssæla (leikstjóri Jörundur Ragnarsson)

Tvíliðaleikur (leikstjóri Nanna Kristín Magnúsdóttir)

Einhyrningurinn (leikstjóri Marsibil Sæmundardóttir)

Helgi Valur (leikstjóri Marta Óskarsdóttir)

Hlökkum til að sjá sem flesta í Hörpu á Menningarnótt.