Margarethe Von Trotta heiðursgestur RIFF 2015

Það er okkur heiður að tilkynna að Margarethe Von Trotta er heiðursgestur RIFF í ár.

Margarethe von Trotta er brautryðjandi í kvikmyndaleikstjórn sem ein af frumkvöðlunum sem stóðu að New German Cinema á 7. og 8. áratugnum. Hún kom með ferska vinda inn í kvikmyndaheiminn þar sem hún skoðuðu samtíma málefni með tilraunakenndum aðferðum þar sem flóknar tæknilegar útfærslur fengu frekar að sitja á hakanum. Von Trotta hefur í gegnum sinn feril skrásett sögu kvenna í Þýskalandi, bæði með heimildamyndum sem og leiknum myndum. Von Trotta hefur skapað djúpar og fjölskrúðugum kvenpersónur og með þeim auðgað framsetningu kvenna í kvikmyndum. Von Trotta hefur hlotið fjöldann allan af verðlaunum fyrir myndir sínar um allan heim.

Von Trotta hefur verið kölluð „leiðandi í feminískri kvikmyndagerð“ það er þó heldur misvísandi þar sem von Trotta sjálf kærir sig lítið um þann titil. Hún vill ekki að kvikmyndir hennar séu litnar sem „kvennamyndir“ heldur „kvikmyndir“ rétt eins og aðrar kvikmyndir samtímamanna hennar. Þó hefur von Trotta sagt að hennar helsta markmið sé að byggja upp nýja tegund af framsetningu kvenna í kvikmyndum – og það hefur henni svo sannarlega tekist.

Von Trotta hlýtur, eins og David Cronenberg, heiðursverðlaun RIFF, fyrir ævistarfið og framlag sitt til kvikmyndalistarinnar, sem Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands afhendir.

Hún mun stjórna meistaraspjalli ásamt Elísabetu Ronaldsdóttur og einnig svara spurningum bíógesta á hátíðinni.

Þrjár af myndum Von Trotta verða sýndar á RIFF:  Rosenstrasse (2003), Die bleierne Zeit (1981) and Die abhandene Welt (2015).