Upptaka frá meistaraspjalli Darren Aronofsky

Meistaraspjall með Darren Aronofsky fó fram í hátíðarsal Háskóla Íslands í dag kl 13:00. Hátíðarsalurinn er í aðalbyggingu háskólans 2. hæð.

Aronofsky er margverðlaunaður kvikmyndaleikstjóri, og eru myndir hans einkum þekktar fyrir sterka persónusköpun og frumlegar sjónrænar senur. Á meistaraspjallinu ræðir hann verk sín og verðmætasköpun á náttúru í gegnum listir og kvikmyndaframleiðslu. Meistaraspjallið leiða þau Andri Snær Magnason og kvikmyndagerðarkonan Þóranna Sigurðardóttir. Meistaraspjallið er ókeypis og opið almenningi.

Upptöku frá meistaraspjallinu má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.