Miðasala hafin – Sama verð og í fyrra!

Tólfta alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík – RIFF – verður haldin dagana 24. september til 4. október. Um hundrað myndir í fullri lengd verða sýndar, bæði leiknar myndir og heimildarmyndir, auk aragrúa stuttmynda. Dagskrárdeild Riff hefur staðið í ströngu við að velja myndir á hátíðina, en hátíðin hefur aldrei fengið jafn margar innsendar myndir frá kvikmyndagerðarfólki um allan heim. Alls bárust um 800 umsóknir svo ljóst er að margir þurfa frá að hverfa.

Heiðursgestur hátíðarinnar að þessu sinni verður kanadíski leikstjórinn David Cronenberg en fjölmargir aðrir leikstjórar munu heimsækja landið í tilefni af hátíðinni. Dagskrá hátíðarinnar verður kynnt jafnt og þétt næstu vikur og ætti að liggja ljós fyrir í byrjun september.

Miðasala er hafin og er sama verð á pössum og klippikortum og í fyrra, 8.800 kr fyrir 8 mynda klippikort og 11.500 kr fyrir hátíðarpassa sem gildir á allar almennar sýningar. Miða má nálgast hér.

Helstu sýningarstaðir RIFF eru eins og undanfarin ár: Bíó Paradís, Háskólabíó, Norræna húsið og Tjarnarbíó.