Miðnæturmaraþon David Cronenberg: Blóðbaróninn RIFF 2015

Í samstarfi við verslunina Nexus mun RIFF standa fyrir maraþonsýningum á eldri hrollverkjum David Cronenberg, föstudagskvöldið 26. september.

Myndirnar sem verða sýndar verða þetta kvöld eru fyrst Dead Ringers (1988) klukkan 20. Myndin segir frá eineggja tvíburum, kvensjúkdómalæknum sem nýta sér til fullnustu að enginn þekkir þá í sundur, þangað til að samband þeirra fer að þróast í vonda átt vegna tilfinninga þeirra til vissrar konu. Klukkan 22 verður sýnd myndin Brood (1979). Þessi hrollvekja og þriller segir frá sálfræðingi sem ákveður að prófa nýjar aðferðir á sjúklinga sína sem veldur ófyrirséðum líkamlegum breytingum. Á miðnætti verður að lokum hin klassíska The Fly (1986) sýnd. Þessi költklassík Cronenberg skartar Jeff Goldblum í aðalhlutverki sem vísindamanns sem verður fyrir því óláni við hönnun á fjarflutningstæki sínu að fluga kemst í það við tilraun á honum sjálfum. Það verður boðið upp á sannkallaða maraþonstemmningu.

Fjallað verður stuttlega um verk Cronenberg fyrir sýningu og þá verður sérstakar veitingar til sölu á milli sýninga.