Nýjar íslenskar stuttmyndir óskast

Nú fer að styttast í lokafrest til að senda okkur myndir. Lokafrestur fyrir innsendingu er 15. júlí. Okkur vantar fleiri íslenskar stuttmyndir svo við fögnum þeim sérstaklega.

Hjá RIFF er rík hefð fyrir sýningu á stuttmyndum eftir unga kvikmyndaleikstjóra af báðum kynjum, sannkallaðar vonarstjörnur íslenskrar kvikmyndagerðar.

Allar myndirnar eru frumsýndar á Íslandi á hátíðinni.  Aðstandendur bestu íslensku stuttmyndarinnar hljóta viðurkenningu frá minningarsjóði Thors Vilhjálmssonar. Valdar myndir úr flokki íslenskra stuttmynda verða svo kynntar á alþjóðavísu til dæmis á La Cinémathéque Francaise í París.

Margar stuttmyndir sem frumsýndar hafa verið á RIFF hafa í framhaldinu vakið verðskuldaða athygli á alþjóðavettvangi og leikstjórar þeirra hafa sprungið út sem fullþroskað kvikmyndagerðafólk, t.d. Rúnar Rúnarsson, Guðmundur Arnar Guðmundsson, Eva Sigurðardóttir og fleiri.

Hér er hægt að senda inn myndir. Ef þið hafið einhverjar spurningar ekki hika við að senda póst á program@riff.is