NÝJUSTU ÞÆTTIR AF BROEN FRUMSÝNDIR Á RIFF

2 þættir af nýrri seríu af Broen verða frumsýndir á RIFF kvikmyndahátíðinni sem hefst 24. september næstkomandi. Þættirnir sem notið hafa geysimikilla vinsælda á Norðurlöndunum verða frumsýndir á hátíðinni í tengslum við fókus á danska kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerð sem á hátíðinni verður í ár. Samhliða sýningum á dönsku efni á hátíðinni verður efnt til umræðna um stöðu og uppgang í danskri kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerð. Sýning RIFF fer fram þann 27. september næstkomandi samhliða sýningu fyrsta þáttarins í bæði Svíþjóð og Danmörku.