ÓFÆRÐ ER LOKAMYND RIFF 2015

Tilkynnt hefur verið að lokamynd RIFF 2015 séu fyrstu tveir þættirnir af þáttaröð Baltasars Kormáks og Reykjavík Studios, Ófærð.  Beðið hefur verið af mikilli eftirvæntingu eftir þáttaröðinni, sem sýnd verður í kringum jólahátíðirnar á RÚV og seld hefur verið til fjölmargra landa.  Ófærð er dýrasta íslenska sjónvarpsþáttaröð sem framleidd hefur verið og var tekin upp meðal annars í Reykjavík, Siglufirði og á Seyðisfirði.

Andri (Ólafur Darri Ólafsson) er lögreglustjóri í litlum bæ úti á landi. Hann býr með dætrum sínum á heimili tengdaforeldra sinna en eiginkona hans er flutt til Reykjavíkur og tekin saman við annan mann. Hann er ekki tilbúinn að sætta sig við að hjónabandið sé á enda og því er líf allrar fjölskyldunnar í millibilsástandi. Þegar sundurlimað lík finnst í firðinum breytist hinsvegar allt.

Fyrstu tveir þættirnir verða sýndir í einni heild í Egilshöll sunnudaginn 4.okt.  Sýningin er samstarf RIFF, Reykjavik Studios og RÚV

Aðalhlutverk: Ólafur Darri Ólafsson, Ilmur Kristjánsdóttir, Ingvar E. Sigurðsson, Nína Dögg Filipusdóttir, Bjarne Henriksen.

Leikstjórar: Baltasar Kormákur og Baldvin Zóphóníasson

Handrit: Sigurjón Kjartansson og Clive Bradley

Hugmynd: Baltasar Kormákur

Miðasala hafin: