Olivier Assayas forfallast!

07-10-05 09:00
Okkur þykir mjög leitt að tilkynna að Olivier Assayas mun ekki sækja sýningar á Hrein (Clean) í kvöld og annað kvöld vegna veikinda. Þessi skilaboð bárust hátíðinni í morgun. Um leið viljum við nota tækifærið til þess að þakka íslenskum kvikmyndaunnendum fyrir frábæra aðsókn og æðislegar viðtökur.
Í dag kl. 15:00 verður masterclass í Tjarnarbíói. Stuart Samuels mun fjalla um mikilvægi þess að kryfja poppmenninguna með heimildamyndum. Skráningargjald er 1500 krónur. Fullkomið dæmi um slíka krufningu verður síðan sýnt á miðnæturbíói í Tjarnarbíói í kvöld kl. 23:00. HeimildamyndinMiðnæturmyndir: Af bekknum á miðjuna verður sýnd og síðan rædd með leikstjóranum Stuart Samuels. Í myndinni er gerð grein fyrir því hvers vegna myndir eins og Pink Flamingos, Night of the Living Dead, El Topo og Eraserhead náðu miklum vinsældum hjá ákveðnum hópum á áttunda áratugnum. Að sýningu lokinni verður Eraserhead Davids Lynch sýnd.
Í kvöld verður einnig umræðufundur í Alþjóðahúsinu að lokinni lokasýningunni á Beint á vegginn (Gegen Die Wand). Sýningin fer fram í Regnboganum og hefst kl. 22:00.