Opið fyrir umsóknir í Reykjavík Talent Lab

Næsta kvikmyndahátíð nálgast hægt og rólega. Við hjá RIFF stöndum í ströngu við undirbúning svo við getum boðið upp á sem glæsilegasta hátíð í haust. Einn af föstum liðum hjá okkur er kvikmyndasmiðjan Reykjavík Talent Lab.

Reykjavík Talent Lab er fjölþjóðleg kvikmyndasmiðja fyrir hæfileikafólk sem stefnir að því að gera sína fyrstu kvikmynd í fullri lengd. Smiðjan stendur í fjóra daga á meðan hátíð stendur og fer að þessu sinni fram á milli 3. og 7. október. Við höfum nú opnað fyrir umsóknir og við hvetjum fólk til að sækja um snemma og auka þannig líkur sínar á að komast að. Hér má sækja um þáttöku.