Óskum eftir sjálfboðaliðum og starfsnemum

Á kvikmyndahátíðum víðsvegar um heim er það vel þekkt að fólk á öllum aldri bjóði fram aðstoð sína við umönnun gesta, við bíósýningar, við sendiferðir, við veisluhöld og allan þann fjölda af verkefnum sem geta fallið til við skipulagningu og framkvæmd kvikmyndahátíðar. Framlag sjálfboðaliða skiptir sköpum ef gera skal kvikmyndahátíðina að þeim glæsilega menningarviðburði sem stefnt er að. Auk þess eiga sjálfboðaliðar ríkan þátt í að skapa þá lifandi stemmningu sem myndast á meðan á hátíðinni stendur.Í fyrra tóku um 90 sjálfboðaliðar þátt í starfi hátíðarinnar og í ár vonumst við til þess að fá enn fleiri til liðs við okkur.

Störfin eru tilvalin fyrir áhugafólk um kvikmyndir þar sem leitast er við að veita fólki innsýn inn í undirbúningsferlið að kvikmyndahátíð um leið og boðið er upp á skemmtilegt starf í líflegu andrúmslofti. Sjálfboðaliðar hátíðarinnar fá aðgöngupassa sem gildir á allar myndir hátíðarinnar meðan húsrúm leyfir.

Flestir sjálfboðaliðarnir munu starfa á meðan á hátíðinni stendur, en næg verkefni eru þó einnig í aðdraganda hátíðarinnar.

Smelltu hér til að sækja um