Óvissubíó og verðlaunaafhending í kvöld

09-10-05 09:00;
Í kvöld verður hátíðinni lokað í Regnboganum kl. 18:00 með óvissubíói. Það er um að gera að tryggja sér miða eins fljótt og auðið er, því við erum viss um að forvitnin muni rífa landann í bíó. Á undan sýningu myndarinnar mun borgarstjóri veita sigurmynd hátíðarinnar verðlaunin „uppgötvun ársins” og fulltrúi Baugs veita áhorfendaverðlaunin. Ef þú hefur ekki þegar kosið skaltu smella hértil þess að velja bestu mynd hátíðarinnar að þínu mati.Vinsælustu myndir hátíðarinnar verða endursýndar í kvöld. Heilaga stúlkan verður sýnd í Regnboganum kl. 20:00, Strengir í Háskólabíói kl. 20:00 og Nikifor minn í Tjarnarbíói kl. 21:00.