Óvissusýning með Chloë Sevigny

– Hvaða mynd verður fyrir valinu?

Leikkonan, leikstjórinn og tísku íkonið Chloë Sevigny er einn af gestum RIFF í ár en hennar fyrsta kvikmyndaverk, stuttmyndin Kitty var sýnd á RIFF og keppir til verðlauna í flokki erlendra stuttmynda.

Í tilefni af veru Sevigny á landinu verður sett upp sérstök óvissusýning á morgun klukkan 21.30 í Bíó Paradís. Einhver af þeim fjölmörgu myndum sem Sevigny hefur farið með hlutverk í verður sýnd á hvíta tjaldinu og verður leikkonan sjálf viðstödd.

Áhugasamir geta nælt sér í miða á sýninguna hér. Athugið að takmarkað magn miða er í boði.

RIFF, Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reyjavík hófst þann 29. september síðastliðinn og stendur yfir til 9. október næstkomandi. Annað kvöld fer fram lokahóf hátíðarinnar þar sem veitt verða verðlaun í öllum flokkum hátíðarinnar.