Pallborðsumræður: Að velja á kvikmyndahátíð

Í dag voru haldnar pallborðsumræðurnar „Að velja á kvikmyndahátíð“ í Norræna húsinu.

Þáttakendur í umræðunum voru stór nöfn í kvikmyndahátíðarheiminum:

–  Arnaud Gourmelen, dagskrárstjóri fyrir Director’s Fortnight flokkinn á Cannes,
–  Fredrick Boyer, stjórnandi Tribeca kvikmyndahátíðarinnar,
–  Piers Handling, framkvæmdastjóri Toronto kvikmyndahátíðarinnar,
–  Giorgio Gosetti, stjórnandi Venice Days dagskrárinnar á kvikmhátíðinni í Feneyjum og dagskrárstjóri RIFF.

Stjórnandi umræðanna var Helga Stephenson, fyrrum stjórnandi kvikmyndahátíðarinnar í Toronto.

Rætt var um hvaða áhrif  viðtökur og fjárhagur kvikmynda hafa á ákvarðanir dagskrárstjóra. Hvort ákvarðarnir þeirra hafi bein áhrif á það hvaða myndir eru valdar til dreifingar og hvaða kvikmyndagerðarmenn komast áfram og hvort valferlið ætti að vera gagnsærra.

Hér er hægt að horfa á umræðurnar í fullri lengd:

Ljósmyndir: RIFF

DSC_9729 DSC_9727 DSC_9725 DSC_9724 DSC_9720 DSC_9718 DSC_9713 DSC_9709 DSC_9706