RIFF var valin Borgarhátíð Reykjavíkur

Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík hefur verið valin Borgarhátíð Reykjavíkur 2017-2019. Borgarstjórinn í Reykjavík Dagur B. Eggertsson undirritaði á dögunum samning við hátíðina. En með sammningum fær RIFF sérstakt fjárframlag frá borginni eða 10 milljónir króna á ári.

Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjvík þakkar fyrir viðurkenninguna og framlagið sem mun koma að góðum notum við að byggja upp hátíðina á næstu árum.

Þrjár aðrar hátíðir voru valdar Borgarhátítið Reykjavíkur á sama tíma.  Iceland Airwaves með 14 m.kr. á ári, HönnunarMars með 10 m.kr. á ári og Hinsegin dagar – Reykjavík Pride með 7 m.kr. á ári