Scanorama Shortcut

Hefur þú gert stuttmynd eða ertu að vinna að þinni fyrstu stuttmynd? Langar þig til Litháen? Viltu öðlast aukna þekkingu á nýsköpun og framleiðslu?
 
European Film Forum Scanorama og Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík (RIFF) kynna námskeiðið Scanorama Shortcut fyrir unga kvikmyndagerðarmenn (18-30 ára). Námskeiðið er tvískipt og fer fram á Íslandi (á Sauðárkróki og í Reykjavík) dagana 26. til 30. maí og í Litháen (í Nida Art Colony, sjá mynd) dagana 19. til 25. júlí.
 
Markmið námskeiðisins er að veita ungum kvikmyndagerðarmönnum aukna þekkingu á sviði nýsköpunar og framleiðslu sem þeir geta nýtt í eigin starfi. Námskeiðið er byggt upp á þann veg að lærdómur, skemmtun og tengslamyndun tvinnast saman. Mikil samkeppni einkennir kvikmyndaheiminn og veitir námskeiðið ungu fólki tækifæri til þess að læra hagnýta þætti sem nýtast við framleiðslu, kynningu og sköpun kvikmyndar. Þátttakendur sitja fyrirlestra, og námskeið, hjá aðilum sem starfa á sviði kvikmyndagerðar, listrænnar stjórnunar, nýsköpunar, menningarstjórnunar eða fyrirtækjareksturs, svo dæmi séu tekin.
 
Leitað er að fimm íslenskum og fimm litháenskum kvikmyndagerðarmönnum sem hafa reynslu af stuttmyndagerð eða eru að vinna að sinni fyrstu stuttmynd. Umsóknarfrestur er til og með 1. maí. Endanlegir þátttakendur greiða 200 evrur í námskeiðisgjald. Innifalið í námskeiðisgjaldinu er flug til Litháen, gisting, kennsla, afþreying og máltíðir.
 
Um er að ræða einstakt tækifæri til þess að öðlast fyrrnefnda þekkingu frá íslensku sem og lithánensku sjónarhorni sem og að kynnast ungu fólki sem er að taka sín fyrstu skref í kvikmyndabransanum, bæði á Íslandi og í Litháen.
 
Frekari upplýsingar á ensku:
 
Umsóknareyðublað: