Senda inn mynd

Umsóknarfrestur til að senda inn myndir á Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík (RIFF) 2015 er liðinn.

Opið var fyrir innsendingu mynda frá 23. febrúar til 15. júlí. RIFF þakkar öllum sem sendu inn mynd.

Upplýsingar um innsendingu mynda á RIFF:

Umsóknarferlið fer fram hér (slóð hefur verið tekin út). Þar koma fram nánari upplýsingar um reglur og skilyrði vegna innsendra mynda á Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík – RIFF 2015.

Athugið að íslenskar myndir þurfa ekki að greiða umsóknargjald. Íslenskar myndir verða sýndar í flokknum Icelandic Panorama og í umsóknarferlinu er hægt að haka við þann flokk svo ekki þurfi að greiða fyrir umsókn.

Hátíðin skoðar allar íslenskar myndir sem gerðar voru 1. jan 2015 fram að umsóknarfrestinum, en þær mega ekki hafa verið í almennum sýningum eða á kvikmyndahátíðum hérlendis áður.

RIFF auglýsir eftir íslenskum stuttmyndum. Myndirnar verða sýndar á hátíðina RIFF og keppa um verðlaunin Besta íslenska stuttmyndin. Sigurmyndin hlýtur verðlaun úr minningarsjóði Thors Vilhjálmssonar.

Íslenskir kvikmyndagerðarmenn eru hvattir til þess að sækja um þátttöku. Sjáumst á RIFF í haust!