Sendu inn mynd!

Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík hefur opnað fyrir innsendingu mynda á elleftu hátíð Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík árið 2014. Tekið verður við myndum til 15. júlí 2014.

Umsóknarferlið fer fram hér – í gagnagrunni hátíðarinnar Eventival (skráningar krafist). Þar koma fram nánari upplýsingar um reglur og skilyrði vegna innsendra mynda á Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík – RIFF 2014.Íslenskar myndir þurfa ekki að greiða umsóknargjald. Hátíðin skoðar allar íslenskar myndir sem eru innan við ársgamlar í haust, en þær mega ekki hafa verið í almennum sýningum eða á kvikmyndahátíðum hérlendis áður. Einnig er tekið við íslenskum stuttmyndum í keppni um verðlaun úr minningarsjóði Thors Vilhjálmssonar.

Íslenskir kvikmyndagerðarmenn eru hvattir til þess að sækja um þátttöku á glæsilegri afmælishátíð RIFF sem haldin verður 25. september – 5. október 2014. Sjáumst á RIFF í haust!