SMALL STAR SEMINAR – CORY MCABEE TÓNLEIKAR

Bandaríski kvikmyndaleikstjórinn Cory McAbee (Crazy and Thief, Stingray Sam, The American Astronaut) heldur tónleika á RIFF sem verða teknir upp fyrir heimildarmyndina Small Star Seminar sem er nú í vinnslu. McAbee ferðast um Bandaríkin og til valdra landa og flytur tónleikadagskrá fyrir hönd Small Star Corporation, sem vill að fólk gefi upp markmið sín og hefji leit að stjörnunum innra með sér.

Upphitun verður í höndum Kammerpönksveitarinnar Malneirophrenia sem heldur stutta kvikmyndatónleika við myndbrot úr The Last Man On Earth (1964) áður en Cory McAbee stígur á svið. Hljómsveitin Malneirophrenia er skipuð píanói, sellói og rafbassa og sækir innblástur í fagurfræði þögulla mynda.

Tónleikarnir fara fram í Tjarnarbíói 25.sept. kl.21:00

Miðasala er hafin.