Spjallað við Chloë eftir Kitty

Leikkkonan og leikstjórinn Chloë Sevigny sýnir sína fyrstu stuttmynd, Kitty, á RIFF í ár. Myndin var frumsýnd á Cannes í vor.

Sýningin á Kitty verður þann 6. október klukkan 18.00 í Bíó Paradís. Sevigny verður viðstödd sýninguna og spjallar við áhorfendur að henni lokinni.

Kitty er sýnd ásamt öðrum erlendum stuttmyndum í nýjum erlendum stuttmyndaflokki hátíðarinnar þriðjudaginn 4. október. Myndirnar í flokknum keppa til verðlauna á RIFF sem hefst þann 29. september.