Stærsta hátíðin hingað til!

RIFF 2015 lokið

IMG_5305

Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík var sett í 12. sinn 24. september sl. og lauk nú á sunnudaginn 4. október. Hátíðin fór gríðarlega vel fram og met var sett í aðsókn á viðburði hátíðarinnar auk þess sem erlendir gestir hafa aldrei verið fleiri. Hátt í  30þ. manns sáu kvikmyndasýningar og viðburði á glæsilegri dagskrá RIFF í ár.  Allt frá opnunarmyndinni, Tale of Tales, yfir í tónleika, sundbíó, hellabíó, 300 kvikmyndasýninga, fjölda fagumræðna, „spurt & svarað“ með aðstandendum myndanna, meistaraspjöll og að lokum að lokamyndinni, sem var fyrsti þáttur Ófærðar, í leikstjórn Baltasars Kormáks, tókst allt með mestu ágætum.   Starfsfólk hátíðarinnar voru um 30 talsins og sjálfboðaliðar alls staðar að úr heiminum hátt í 100 talsins. Fjöldi erlendra fagaðila sóttu Bransadagana, þ.m.t. fulltrúar stórra kvikmyndahátíða á borð við Toronto, Cannes og Tribeca auk sölu- og dreifingaraðila frá stórum fyrirtækjum á borð við Hanway films og Memento. Erlendir blaðamenn sóttu hátíðina m.a. frá fagtímaritum Screen, Variety, Indiewire og Film Comment í Lincoln Center.

Sýningarstaðirvoru þeir sömu og í fyrra, Bíó Paradís, Háskólabíó, Norræna húsið og Tjarnarbíó. Þá var víðtæk dagskrá í Kópavogi, m.a. í Gerðasafni, Salnum og Bókasafni Kópavogs.

EJ_riff_300915_10

David Cronenberg, Ólafur Ragnar Grímsson og Margarethe Von Trotta

Heiðursgestir RIFF í ár, kanadíski leikstjórinn David Cronenberg og þýski leikstjórinn Margarethe von Trotta, vöktu mikla athygli.  Þau svöruðu bæði spurningum áhorfenda eftir sýningar á tveimur mynda þeirra, voru að auki hvort um sig með meistaraspjöll og tóku svo bæði við heiðursverðlaunum RIFF fyrir æviframlag til kvikmyndalistarinnar úr hendi Forseta Íslands við hátíðlega athöfn að Bessastöðum.

Hátíðin var unnin í samvinnu og með stuðningi Menntamálaráðuneytisins, Reykjavíkurborgar, Kópavogsbæjar og Media sjóðs Evrópusambandsins (Creative Europe). Þá nýtur hátíðin stuðnings fjölmargra fyrirtækja og sendiráða. Bakhjarlar RIFF í ár eru Ríkisútvarpið, Reykjavík Excursions, DHL og Norræna húsið.

Umfang hátíðarinnar hefur margfaldast frá upphafsárinu 2004. Undanfarin ár hafa hátt í  30.000 gestir sótt hátíðina árlega og starfa um 30 starfsmenn að henni þegar mest lætur en um 4 starfsmenn starfa að hátíðinni allan ársins hring. Þá taka um 100 sjálfboðaliðar þátt á meðan hátíð stendur.

Markmið RIFF er eins og áður það sama. Að kynna fyrir Íslendingum nýjar og spennandi kvikmyndir þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Að vekja umræðu og umtal um samfélagsleg málefni með heimi kvikmyndarinnar og að tengja saman íslenskt og erlent kvikmyndagerðarfólk í samtal og samvinnu. RIFF er komin á hið alþjóðlega kvikmyndahátíðarkort, hana sækir bransafólk og túristar viðs vegar að úr heiminum.

Í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi var sérstakur kvennafókus á kvikmyndir gerðar af konum, um konur og málefni kvenna. Við erum stolt af því yfir 50 kvenleikstjórar komu að verkum í meginflokkum hátíðarinnar og eru kynjahlutföll því nánast jöfn þar.

Fjöldi erlendra gesta sóttu hátíðina heim, bæði leikstjórar myndanna, framleiðendur, dreifingaraðilar og fjölmiðlafólk. Eins og undanfarin ár voru sérstakir Bransadagar á hátíðinni með sérstakri dagskrá fyrir okkar erlenda gesti.

Talent Lab var á sínum stað, en um 50 ungir kvikmyndagerðarmenn frá öllum heimshornum komu saman í Reykjavík til að sækja vinnusmiðjur og umræður, kynnast innbyrðis og sýna verk sín.

Wednesday,-May-9---Still-hi-res-[189134]

Verðlaunamyndir RIFF 2015:

Það var íranska myndin Wednesday May 9 / Miðvikudagur 9. maí, e. Vahid Jalilvand, sem var valin Uppgötvun ársins og hreppti Gullna lundann.

Hin virtu Fipresci verðlaun frá samnefndum alþjóðasamtökum kvikmyndagagnrýnenda, hlaut  myndin Krisha (USA) eftir Trey Edward Shults.

Myndin How to Change the World / Svona breytum við heiminum eftir Jerry Rothwell fékk Umhverfisverðlaunin.

Áhorfendaverðlaunin, var valin úr flokki heimildarmynda (kosið á mbl.is), hlaut Cartel Land / Glæpaland eftir Matthew Heineman (MEX/USA).

Veitt voru verðlaun fyrir bestu íslensku stuttmyndina í samvinnu við RÚV, en tvær myndir skiptu með sér verðlaununum:  Heimildaminnd eftir Jón Ásgeir Karlsson og Regnbogapartý eftir Evu Sigurðardóttur.

Loks fengu Harry Cherniak og Dusty Marncinelli hvatningarverðlaunin Gullna eggið, fyrir Winter Hymns (CAN).

Myndir frá verðlaunaafhendingunni:

þegar er hafi undirbúningur fyrir RIFF 2016.  En opnað verður fyrir umsóknir 15. febrúar og hátíðin sjálf mun fara fram dagana 29. sept. – 9. okt. 2016.
RIFF þakkar fyrir sig og hlakkar til að sjá ykkur aftur á næsta ári!