STELPUR FILMA!

Í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi stendur RIFF fyrir, í samstarfi við Reykjavíkurborg, viku löngu kvikmyndagerðarnámskeið fyrir stelpur í 8. og 9. bekk sem heitir Stelpur filma!  Á námskeiðinu verða færustu kvikmyndagerðakonur Íslands, og fagfólk með fræðslu og kennslu því er um einstakt tækifæri fyrir grunnskólastelpur að læra af þeim bestu. Afrakstur námskeiðisins verða stuttmyndir unnar af stelpunum sjálfum sem sýndar verða á RIFF.

Námskeiðið fer nú fram í annað sinn og eru stelpur frá Færeyjum og Grænlandi gestir námskeiðsins.

Stelpur filma! byggja hugmyndafræði sína á Stelpur rokka! Megináhersla er lögð á að skapa öruggara rými fyrir stelpur. Með öruggara rými er átt við að áhersla er lögð á að stelpur opni á allar hugmyndir sínar og að allar hugmyndir og sköpun eigi rétt á sér.  Með öruggara rými er einnig verið að vísa til þess allra mikilvægasta: Á Stelpur filma! er ekkert umburðarlyndi fyrir hvers kyns ofbeldi og fordómum og jafnframt er enginn dæmdur út frá frammistöðu, kynvitund, bakgrunni, uppruna, fjárhagslegri stöðu eða öðrum breytum.

Námskeiðið er liður í því að rétta af þá kynjaskekkju sem skekir kvikmyndagerð á Íslandi. Margir samverkandi þættir gera það að verkum að stelpur eru ólíklegri til að prófa sig áfram í kvikmyndagerð og láta rödd sína heyrast. Með Stelpur filma! er stuðlað að því að leiðrétta þennan kynjahalla með því að bjóða upp á rými þar sem stelpur er hvattar til kvikmyndagerðar með því að fá næði til að þroska sína hæfileika og mynda tengsl við kvenkyns fyrirmyndir.