Strengir! Brúðumeistari svarar spurningum

06-10-05 16:00
Strengir er ný dönsk kvikmynd sem er einungis leikin af strengjabrúðum. Þetta er fyrsta myndin í fullri lengd sem byggir á strengjabrúðum. Engin hreyfimyndatækni var notuð við gerð kvikmyndarinnar og gegna strengirnir mjög mikilvægu hlutverki í fléttu og hugmyndaheimi myndarinnar.
Yfirbrúðumeistari myndarinnar, Bernd Ogrodnik, er búsettur hér á landi og hefur starfað við kvikmyndagerð og í leikhúsi. „Þetta er ekki barnamynd, heldur dramatísk stórmynd,“ segir Bernd í samtali við Fréttablaðið í morgun. Til að brúðurnar gætu framkvæmt allskyns flóknar hreyfingar þurfti Bernd að finna upp nýja gerð brúða sem gat „dýft sér, klifið fjöll og hlaupið á móti vinid.“ Þessi vinna tók tvö ár, en myndin var alls fjögur ár í vinnslu.
Bernd Ogrodnik mun glaður svara spurningum að lokinni frumsýningu myndarinnar í Háskólabíói í kvöld kl. 20:00.