Stuart Samuels með masterclass

26-09-05 13:16
Kanadíski leikstjórinn Stuart Samuels mun fjalla um heimildarmyndir um poppmenningu í Tjarnarbíói föstudaginn 7. október frá kl. 15 – 17. „Það er búið að fjalla um 20. öldina og nú þurfa kvikmyndagerðarmann að beina linsunni að poppmenningu 21. aldarinnar, sérstaklega áhrifum bandarískrar poppmenningar á heiminn. Við þurfum á popp-heimildarmyndum að halda til að geta gagnrýnt poppmenninguna,“ segir Stuart um námskeið sitt. Kvikmynd Stuarts, Miðnæturmyndir: Af bekknum á miðjuna (Midnight Movies: From the Margin to the Mainstream) verður sýnd tvisvar á hátíðinni; miðvikudaginn 5. október kl. 21:00 og á sérstakri miðnætursýningu kl. 23:00 föstudaginn 7. október en hann verður viðstaddur báðar sýningarnar og svarar spurningum áhorfenda.
Skráning er hafin með því að smella hér og skráningargjald er 1500 krónur.