Stuttmyndasamkeppni!

shortfilm

 

Samstarfsaðilar okkar hjá The Adam Mickiewicz Institute undir merkjum Culture.pl ásamt kvikmyndasjóð Pomeraníu, Gdynia kvikmyndahátíðinni og kvikmyndaskólanum í Gdyniu tilkynna með stolti Common Baltic stuttmyndakeppnina sem er haldin í annað sinn í ár. Keppnin snýst um Eystrasaltslöndin, menningu þeirra, sögu og samfélög þeirra sem taka stöðugum breytingum.Tilgangur keppninnar er að velja þrjár bestu myndirnar, auk einnar sem valin er af netnotendum. Myndirnar mega vera frá einni upp í fimm mínútur í eftirtöldum flokkum: leiknar stuttmyndir, heimildamyndir og hreyfimyndir. Myndirnar þurfa að takast á við viðfangsefnið sjálfmynd Eystrasaltsríkanna. Keppnin er opin öllum þeim sem búa í Lettlandi, Litháen, Eistlandi, Finlandi, Svíþjóð, Noregi, Danmörku, Íslandi og Póllandi.

Skilafrestur fyrir stuttmyndir er 25. ágúst og hægt er að senda þér inn hér:http://www.gsf.pl/common_baltic/registration/Contest hægt er að lesa um skilmála keppninna á Culture.pl:http://culture.pl/en/common-baltic-short-film-contest-2016-regulations

Þeir fjórir sem keppa til úrslita fá tækifæri til að vera viðstaddir 41. kvikmyndahátíðina í Gdynia! Culture.pl greiðir allan kostnað fyrir aðgöngu á hátíðina, gistingu og ferðakostnað.

Frekari upplýsingar um keppnina má finna hér: http://culture.pl/en/article/common-baltic-short-film-contest-second-edition