The Kissinger Twins á RIFF

Listatvíeykið The Kissinger Twins verður með þátttökukvikmyndasýningu á RIFF.

The Kissinger Twins samanstendur af þeim Dawid Marcinkowski og Kasia Kifert. Þau koma frá Póllandi og hafa vakið athygli á heimsvísu fyrir einstakar þátttökukvikmyndasýningar. Kvikmyndir þeirra sameina kvikmyndagerð, tækni Internetsins og virkja um leið áhorfendur sem verða að þátttakendum. Koma þeirra til landsins er styrkt af Menningarmálaráðuneyti Póllands og kvikmyndamiðstöð Póllands.

Frekari upplýsingar má finna hér.

 

Á dagskrá er þátttökukvikmyndasýning sem og meistaraspjall með þeim:

Þátttökukvikmyndasýning á Sufferrosa

Sýning á Sufferrosa eftir Kissinger Twins og spurt og svarað með listamönnunum

30. september kl. 20

Tjarnarbíó

Miðaverð: 1.500 kr

Tryggðu þér miða hér á www.riff.is.

Sufferosa er ein helsta þátttökukvikmynd Kissinger Twins og eitt stærsta verkefni sem sameinar kvikmyndagerð og Internetið. Kvikmyndin inniheldur 110 senur, þrjá ólíka enda og 20 staðsetningar. Sufferosa hefur verið verðlaunuð og er fyrsta þátttökukvikmyndin sem hefur ferðast á milli kvikmyndahátíðina sem lifandi kvikmyndasýning.

Þemalega séð er myndin nýrökkurmynd og satíra á æsku- og útlitsdýrkun nútímasamfélags. Myndin byrjar á að rannsóknarlögreglan Ivan Johnsson er að leita að horfinni konu.

 

Meistaraspjall með The Kissinger Twins

1. október kl. 18:00

Norræna húsið

Aðgangur ókeypis
Kissinger Twins fjalla um listsköpun sína og sín helstu verk frá árinu 2002. Á meðal verka eru Sufferrosa, The Trip, Forget Me Not og The Network is Watching.