Þrisvar þrír: Barbara Albert

10-09-06 14:26
Austurríski kvikmyndaleikstjórinn Barbara Albert verður gestur Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík. Barbara kemur hingað til lands sem hluti af flokknum þrisvar þrír. Þar eru sýndar þrjár myndir eftir þrjá leikstjóra sem þykja skara fram úr í meðferð sinni á kvikmyndamiðlinum.Kvikmyndahátíðin verður með þeim fyrstu í heimi til þess að sýna nýjustu mynd Barböru, Falling, en hún verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í september. Þar segir frá fimm konum á fertugsaldri sem hittast í fyrsta sinn í fjórtán ár við útför fyrrum kennara síns. Á dögunum tveim sem þær eyða saman rifjast gamlar sorgir upp auk þess sem nýju lífi er blásið í kulnaða vináttu.

Þá verða myndirnar Free Radicals frá 2003 og Nordrand frá 1999 sýndar, en báðar hafa verið tilnefndar til og unnið fjölda verðlauna á virtum kvikmyndahátíðum.