Þrjár frumsýningar – þrír leikstjórar

30-09-05 09:00
Við frumsýnum þrjár myndir að viðstöddum aðstandendum í kvöld:Enska kvikmyndin Sumarást (My Summer of Love) er frumsýnd í Regnboganum kl. 18:00.Leikstjórinn Pawel Pawlikowski mun svara spurningum áhorfenda að lokinni sýningu. Myndin er jafnframt opnunarmynd flokksins Vitranir, en gríski dagskrárstjórinn Dimitri Eipides hefur haft umsjón með þeim flokki og mun kynna hann fyrir hátíðargestum.
Kanadíska heimildarmyndin Hræddur / helgur (ScaredSacred) er frumsýnd í
Háskólabíói kl. 20:00. Leikstjórinn Velcrow Ripper verður viðstaddur sýninguna og svarar spurningum áhorfenda. Í myndinni heimsækir Ripper ýmis átakasvæði í leit að von frammi fyrir stórkostlegum hörmungum.
Önnur kanadísk heimildarmynd, Okkar arfur (What Remains of Us), er frumsýnd í Háskólabíói kl. 22:05. Leikstjórinn François Prèvost verður viðstaddur sýninguna og svarar spurningum áhorfenda. Einungis þrjú eintök eru til af þessari mynd í heiminum og hún er einungis sýnd gegn ströngum öryggiskröfum af hálfu framleiðanda.

Við vonumst til að sjá sem flesta í bíó í kvöld. Miðar eru seldir
fyrirfram á www.midi.is.