Hollvinir

Riff_hollvinir

Ætlunin er að fá breiðan hóp fólks hér á landi sem og erlendis sem stendur vörð um hagsmuni hátíðarinnar og styður við uppbyggingu hennar. Aðild er öllum opin og ekki verða innheimt félagsgjöld en haldin verður félagaskrá. Hægt er að skrá sig hér fyrir neðan eða í gegnum facebook.

Stjórn Hollvinasamtaka RIFF aðstoðar við að gera veg hátíðarinnar sem mestan, tekur þátt í hugmyndavinnu, fjáröflun og styður á annan hátt við starfsemi hennar. Fulltrúi stjórnar Hollvinasamtaka RIFF tekur sæti í stjórn RIFF. Farið verður að lögum sem gilda um félagasamtök hér á landi.

Stjórn Hollvina var mynduð þann 22. apríl 2014, í stjórnina voru kosin þau Lilja Pálmadóttir, kvikmyndaframleiðandi og hestaræktandi, Ólafur Darri Ólafsson leikari, Rannveig Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri og athafnakona, Rannveig Grétarsdóttir, stjórnarmaður í stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar og framkvæmdarstjóri Hvalaskoðunar Reykjavíkur og Sveinn Kjartansson, tæknistjóri og eigandi Stúdíó Sýrlands.

Hollvinir standa vörð um hagsmuni hátíðarinnar og styðja við uppbyggingu hennar auk þess sem þeir fá sérkjör á hátiðina. Aðild kostar ekkert.

Hollvinum verða boðin sérstök kjör á hátiðina, passar með 15% afslætti og boðin verður forsala á vinsælustu viðburði hennar auk þess sem heppnir höllvinir fá boð á opnunar- og lokahátíðna.

Hollvinasamtökin halda aðalfund árlega þar sem farið verður yfir starfsemina og línur lagðar fyrir framtíðina.