Verðlaun og dómnefndir

Dómnefndir 2016:

UPPGÖTVUN ÁRSINS: GULLNI LUNDINN
Myndirnar tólf í keppnisflokknum Vitranir eru allar fyrsta eða annað verk leikstjóra. Ein verður útnefnd Uppgötvun ársins og hlýtur að launum aðalverðlaun RIFF, Gullna Lundann.

DÓMNEFND

Jonas Holmberg
Listrænn stjórnandi kvikmyndahátíðarinnar í Gautaborg.

Grímur Hákonarson
Leikstjóri. Meðal verka hans eru ‘Hrútar’ sem vann m.a. til verðlauna á Cannes og hin margverðlaunaða stuttmynd ‘Bræðrabylta’.

Yrsa Sigurðardóttir
Glæpasagna og barnabókarithöfundur. Handhafi Glerlykilsins, norrænu glæpasagnaverðlaunanna 2011.

UMHVERFISVERÐLAUN  
Umhverfisverðlaun RIFF eru veitt í sjöunda sinn. Þau hlýtur ein mynd úr flokknum Önnur framtíð.

DÓMNEFND

Brian D. Johnson
Formaður samtaka kvikmyndagagnrýnenda í Kanada.

Lilja Snorradóttir
Framleiðandi hjá Pegasus.

Þóra Tómasdóttir
Ritstjóri Fréttatímans. Hún hefur mikla reynslu í útvarpi og sjónvarpi og er auk þess heimildamyndagerðarmaður.

STUTTMYNDAVERÐLAUN
Veitt eru verðlaun fyrir bestu íslensku stuttmyndina, bestu erlendu stuttmyndina og Gullna eggið kemur í hlut bestu myndarinnar á Reykjavík Talent Lab. Rúv kaupir bestu íslensku stuttmyndina fyrir 500.000 kr og myndin er sýnd á RUV. Auk þess hlýtur besta íslenska stuttmyndin viðurkenningu til minningar um Thor vilhjálmsson.

DÓMNEFND

Þóranna Sigurðardóttir
Kvikmyndagerðamaður í Los Angeles. Hún hefur meðal annars unnið við mynd Darren Aronfskys, Noah sem framleiðslustjóri.

Kate Hide
Starfar fyrir dreifingarfyrirtækið Hanway Films í London.

Ragnar Hansson
Leikstjóri og framleiðandi. Hann hefur meðal annars gert sjónvarpsþætti, heimildamyndir, auglýsingar og tónlistamyndbönd.